Yfirlitssýning


Siglfirðingurinn Ásmundur Jón Jónsson (Dengsi) opnar myndlistarsýningu í Gamla frystihúsinu hans Óskars Halldórssonar, Marmarasteypu Þórðar Þórðar, Aðalgötu 6 b, í dag, föstudaginn 10. júlí, og verður hún opin frá kl. 20.00-22.00. Sýningin er yfirlitssýning mynda sem eru unnar eftir að hann hóf nám við Myndlistarskólann á Akureyri árið 2011. Sýningin verður einnig opin á laugardag og sunnudag.
Upplýsingar um sýninguna veitir Ásmundur í síma 840-2922.

Listamaðurinn. Olía á striga.

Myndir: Af Facebooksíðu Ásmundar.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is