Vorsýning á Leikskálum


Vorsýning og þemalok eru um þessar mundir á Leikskálum í Siglufirði.
Vorsýningin er hluti af menningu og hefðum leikskólans og uppskeruhátíð
barnanna. Skollaskál var með  sýningu í fyrradag, Selskál var með
sýningu í gær og Nautaskál með sýningu í dag. Foreldrar, ömmur og afar
mæta á þennan menningarviðburð og njóta listarinnar sem hinir ungu
listamenn hafa skapað og krækja sér í súpu og brauð sem nemendur hafa
bakað.

Hér eru myndir sem teknar voru í gær. Þar sýndu nemendur á Selskál þrjá leikþætti, fyrst Gullbrá og birnina þrjá, því næst Græna hattinn og svo Geiturnar þrjár, og kváðu síðan rímu eftir Þórarin Eldjárn. Auk þess má líta þar verk nemenda allra deildanna.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Víbekka Arnardóttir og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is