Vorhreingerning


Þegar ljósmyndari ók framhjá slökkvistöðinni í dag stóð aðal maðurinn
þar úti fyrir með vatnsslöngu í hönd og beindi henni að einum rauðu bílanna.
Ekki var þó kviknað í honum, að sögn Ámunda Gunnarssonar,
slökkviliðsstjóra í Fjallabyggð, heldur vorhreingerning í gangi, enda
einmuna blíða, þrátt fyrir kalda gjóluna.

Alltaf flottur.

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri við þrifin í dag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is