Vorið er komið


Vorið er komið samkvæmt misseristalinu okkar gamla, því einmánuður hófst í dag. Tjaldurinn sást hér innfjarðar 17. mars og þremur dögum síðar, um kvöld, flugu átta álftir yfir Eyrina úr norðri með hátíðlegu kvaki, að sögn Örlygs Kristfinnssonar. Tvær þeirra ílentust, eins og meðfylgjandi ljósmynd, sem tekin var í gær, ber með sér. Þær voru á Langeyrartjörninni. Svo er bara að vona að þær fari að rölta upp í Sæhólma á næstu vikum.

Mynd: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is