Vor í lofti


Það er loksins vor í lofti hér nyrðra. Í kjölfar óveðursins á laugardag og sunnudag birtist haugur af farfuglum í Siglufirði, einkum skógarþrestir, æði svangir eftir flugið. Og enn fleiri í gær. Í dag sást þúfutittlingur líka, í Hvanneyrarkróknum. Og með hafa flækst eða hrakist ýmsar aðrar tegundir. Glóbrystingur var t.d. á sveimi í fyrradag, sem og fjallafinka, og annar glóbrystingur var í Ólafsfirði í dag. Þar er líka kjarnbítur, mjög fáséður. Svo eru grágæsir komnar bæði hér og þar og tvær brandendur eru aukinheldur í austurbænum. Og fínasta veður í kortunum.

Mynd: Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]