Vonskuveður og stórhríð


Vonskuveður er í Siglufirði þessa stundina eins og víðast hvar á Mið-Norðurlandi. Mbl.is hafði eftir veðurfræðingi um kl. 10.00 í morgun að vindur hafi farið upp í 55 m/​s í hviðu við Ólafs­fjarðar­múla. „Síðan hef­ur líka verið mjög hvasst við Siglu­fjörð og Héðins­fjörð og þar hafa hviðurn­ar náð 35 m/​s og við Her­konugil fór hviða upp í 45 m/​s.“ Meðalvindur hafi verið um 20 m/s. Einnig sé mjög hvasst í Skagaf­irðinum. Við Sta­fá mæl­ist hviður upp í 40 m/​s og vind­hraði sé um 23 m/​s. Við Bergstaði er vind­hraðinn 28 m/​s og á Skagatá hafa hviður farið í 35 m/​s og vind­hraðinn mæl­ist 27 m/​s. Öxnadalsheiði er lokuð.

Vega­gerðin hvet­ur fólk til að leggja ekki í ferðalög nema að vel at­huguðu máli.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is