Vonskuveður fram eftir degi


Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé útlit fyrir að veður muni skána sem nokkru nemi um vestanvert landið fyrr en í kvöld. Áfram gangi á með mjög þéttum éljum og nái vindur á fjallvegum eins og í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði yfir 20 metra á sekúndu á meðan hryðjurnar gangi yfir. Þá verði skyggni sama sem ekkert.

Sömu sögu sé að segja víða á Vestfjörðum og Snæfellsnesi.

Suðvestanlands sé einnig stutt á milli éljanna og vindur á bilinu 15-20 metrar á sekúndu. Í kvöld lægir og dregur þá úr mestu hryðjunum.

Að sögn Vegagerðarinnar er hálka, hálkublettir og éljagangur á Suðurlandi. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Reykjanesbraut
 og Kjalarnesi eru hálkublettir og éljagangur.

 Á Vesturlandi er hálka og stórhríð á Holtavörðuheiði og mjög lítið skyggni, hálka og éljagangur á Bröttubrekku. Hálkublettir og éljagangur er á Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er þæfingsfærð og stórhríð á Klettshálsi, Kleifaheiði, Hálfdáni og Þröskuldum. Þungfært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði.Á Norður- og Norðausturlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli, hálka og skafrenningur á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru á Mývatnsöræfum og á Hólasandi.Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum og hálkublettir á Fjarðarheiði en annars greiðfært.

Myndin var tekin á Holtavörðuheiði á dögunum.

Í Siglufirði er bálhvasst þessa stundina og hefur verð í nótt og morgun.

[Þessi frétt birtist upphaflega á Mbl.is í dag kl. 10.37. Endurbirt hér með leyfi.]

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is