
Í ljósi veðurspár er ekkert ferðaveður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun. Frá Holtavörðuheiði og til Akureyrar má búast við að fjallvegir lokist síðdegis og á þeirri leið er varað við miklu hvassviðri. Einnig má búast við að Siglufjarðarvegur lokist síðdegis vegna óveðurs og snjóflóðahættu. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Kortið hér fyrir ofan sýnir stöðuna á komandi miðnætti.
Hér má sjá óveðrið í „beinni“.
Mynd: Veður.is.
Texti: Vegagerðin.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.