Vítaspyrnukeppni Mumma

Í sumar var vítaspyrnukeppni Mumma haldin og var þetta í 25. skiptið. Hún er fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Keppendur að þessu sinni voru 14 talsins og keppt í þremur flokkum. Keppnin var eins og síðustu ár haldin á sparkvellinum á Siglufirði. Það var mikil spenna í lofti, bæði hjá áhorfendum og keppendum, eins og gefur að skilja. Erftir harða baráttu stóð Agnar Óli Grétarsson uppi sem sigurvegari i elsta flokki, Sebastían Amor Óskarsson í miðflokki og Marínó Örn Óskarsson í yngsta flokki. Að lokinni keppni afhenti Mummi verðlaun og að því búnu fengu keppendur veitingar í boði L-7.

KLM gaf verðlaunapeninga og vinur og fótboltafélagi hans Mumma, Grétar Rafn Steinsson, gaf Everton-treyjur.

Mummi þakkar öllum þeim sem komu að þessari keppni.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Mumma ásamt sigurvegurum og aðstoðarmönnum.

Mummi og keppendur.

Mummi í nýju Everton-treyjunni, áritaðri að Gylfa Sigurðssyni.

Myndir og texti: Aðsent.