Virðulegir gestir í heimsókn


Formenn landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja koma í heimsókn á Síldarminjasafnið á morgun, þriðjudaginn 27. maí, í boði forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Með í för verða aðrir virðulegir gestir svo sem forseti Norðurlandaráðs og framkvæmdastjóri norrænu ráherranefndarinnar. Þetta er um 30 manna hópur sem skoðar safnið milli klukkan 15.30 og 16.30 og þiggur einfaldar veitingar og nýtur íslenskra þjóðlaga.

Við þetta tækifæri mun forsætisráðherra taka fyrstu skóflustunguna að Salthúsinu, geymslu- og sýningarhúsi sem reisa á á safnlóðinni í sumar. Athöfnin hefst við komu gestanna og er öllum frjálst að vera viðstaddir þá stuttu stund sem hún fer fram.

Sjá líka hér umfjöllun á Siglfirðingi.is 20. september 2013 og hér umfjöllun 19. janúar 2014.

Mynd: Örlygur Kristfinnsson.

Texti: Aðsendur (Örlygur Kristfinnsson) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is