Vinnuskólinn byrjaður


Vinnuskólinn byrjaði í morgun og í pásu um tíuleytið fékk ljósmyndari að
smella einni mynd á glaðan hópinn, þar sem hann sleikti sólina á
Ráðhústorginu og bjó sig undir komandi átök.

Síðasti formlegi kennsludagur Grunnskóla Fjallabyggðar var á föstudag, 3. júní. Söfnuðust þá nemendur og kennarar inn að Hóli og upp í Skarðsdalsskóg í fremur köldu veðri, þar sem farið var í ýmsa leiki og þrautir auk þess sem boðið var upp á tilsögn í golfi fyrir þá sem slíkt vildu.

Í hádeginu biðu svo allra grillaðar pylsur.

Á morgun, þriðjudaginn 7. júní, verður skólanum formlega slitið, eins og nánar var greint frá hér í fréttinni á undan.

Hafnabolti í fullum gangi á lokadeginum innfrá á föstudaginn var, 3. júní.

Í Skarðsdalsskógi var líka ýmislegt um að vera.

Annað sjónarhorn.

Og enn eitt.

Þessi glaði hópur var á leið í grillið, þar sem biðu heitar pylsur og drykkur með.

Þetta er á fótboltavellinum.

En þetta aðeins vestar.

Sumir völdu tilsögn í golfi.

Og svo var það næringin.

Vinnuskólinn á torginu í morgun, drekkutíma að ljúka.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is