Vinnuskóli Fjallabyggðar


Vinnuskóli Fjallabyggðar hóf starfsemi 2. viku í júní og er með hátt í 50 unglinga innan sinna vébanda í Siglufirði og á fjórða tug Ólafsfjarðarmegin. Þeir sem eru í 8. bekk verða þar að störfum í sex vikur, í 9. bekk í sjö vikur og í 10. bekk til 13. ágúst.

Í morgun var siglfirski hópurinn að raka og hirða á opna svæðinu ofan við Hvanneyri, sem bærinn tók yfir fyrir nokkrum árum af Prestsetrasjóði. Og þar var ekki setið auðum höndum.

Óneitanlega flottur hópur.


Að sögn Arnar Viggóssonar flokksstjóra voru sum fjarverandi á Stompnámskeiði, í tengslum við Þjóðlagahátíð. ?Við bjóðum alltaf 8. bekk að fara þangað, á launum, og þau verða þar í dag og á morgun og sýna síðan afraksturinn á laugardagskvöld.?

Og vinnuskólinn er búinn að fara víða. ?Já, við erum að slá einkalóðir hjá öldruðum og öryrkjum og að auki að sjá um hinar gríðarlega stóru og mörgu opnu svæði bæjarins sem við heimsækjum reglulega og snyrtum. Vinnuskólinn var í fríi síðustu tvo daga vegna mikillar ofankomu. Það var allt svo rennandi blautt að það var ekki hægt að eiga við neitt en nú erum við komin á fullt skrið aftur,? sagði Örn.

Mynd og texti:
Sigurður Ægisson |
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is