Vinnuflokkur í Mánárskriðum


Vegavinnuflokkur er þessa dagana á
fullu í Mánárskriðum að laga vegrið og hreinsa upp úr rásunum að
sunnanverðu grjót sem hefur runnið þar niður. Þetta er gert með jöfnu
millibili, vel fylgst með því hvernig staðan er og svo ráðist í verkið þegar komið er eins og nú var, því annars fer smælki og
hnullungar beint út á malbikið og af því getur skapast mikil hætta.

Miðað við dýpt skurðarins er ljóst að töluvert berst úr hlíðunum fyrir ofan.

Framundan er einhver mesta ferðahelgi ársins, svo að  þau sem hingað ætla fagna vafalaust mjög þessari framkvæmd, enda eykur hún stórlega öryggi þeirra og annarra sem um skriðurnar fara.

Svona var umhorfs í Mánárskriðum um kl. 14.30 í dag.Mynd og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is