Vinnsla Ramma í Þorlákshöfn


Á heimasíðu Ramma í dag segir frá því
að síðustu mánuðina hafi þorskur og karfi verið unnir í fiskvinnslu
Rammans í Þorlákshöfn. Karfinn er flakaður og fluttur út ferskur eða
frystur en þorskurinn flakaður, léttsaltaður og frystur fyrir
Suður-Evrópumarkað.

Humarveiðar- og vinnsla hefjast svo að venju í aprílmánuði.

Léttsöltuð þorskflök.

Fersk úthafskarfaflök.

Myndir: Fengnar af heimasíðu Ramma hf.

Texti: Rammi hf. og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is