Vill skýrari reglur


„Daní­el Guðjóns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri, von­ast til að úr­sk­urður at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins um lög­gæslu­kostnað vegna Síld­ar­æv­in­týr­is­ins á Sigluf­irði verði leiðbein­andi fyr­ir bæj­ar­hátíðir í land­inu. Ráðuneytið hef­ur til meðferðar kvört­un Fjalla­byggðar vegna um­sagn­ar embætt­is lög­reglu­stjóra Norður­lands eystra út af um­sókn um tæki­færis­leyfi fyr­ir Síld­ar­æv­in­týrið. Fjalla­byggð neitaði að greiða lög­gæslu­kostnað vegna hátíðar­inn­ar. Í sam­komu­lagi við lög­regl­una fyr­ir helgi kom fram að hann verði ekki greidd­ur nema æðra dómsvald eða dóm­stól­ar ákveði það.

Bíða ró­leg­ir

„Af því að það varð sam­komu­lag um fyr­ir­komu­lag á greiðslu þá erum við bara ró­leg­ir og bíðum eft­ir úr­sk­urðinum. Ef við höf­um rétt fyr­ir okk­ur borga þeir og ef þeir hafa rétt fyr­ir sér fáum við þetta ekki greitt,“ seg­ir Daní­el. „Von­andi verður þetta leiðbein­andi úr­sk­urður um heim­ild lög­reglu­stjóra al­mennt til þess að inn­heimta lög­gæslu­kostnað fyr­ir svona bæj­ar­hátíðir. Það vant­ar að regl­urn­ar séu skýr­ari hvað þetta snert­ir.“

Ekki fúl­ir út í Fjalla­byggð

Aðspurður seg­ir hann lög­regl­una ekk­ert fúla út í bæj­ar­stjórn Fjalla­byggðar vegna máls­ins. „Það er bara sjálfsagt mál ef menn eru ekki sam­mála að fá úr­sk­urð í því.“ Daní­el seg­ir að Síld­ar­æv­in­týrið hafi gengið vel núna um helg­ina þó svo að færra fólk hafi verið en oft áður. „Það er alltaf eitt­hvað að gera, þótt það hafi ekki verið ein­hver stór mál sem komu upp.“

Úrsk­urðinum verður hlítt

Gunn­ar Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir að úr­sk­urði At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins verði hlítt „með öll­um þeim fyr­ir­vör­um sem þar eru“. Hann veit ekki hvenær úr­sk­urður verður kveðinn upp. „Málið er til meðferðar hjá ráðuneyt­inu. Við höf­um ekk­ert heyrt meira af því.““

Mbl.is greinir frá þessu.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is