Vill að ríkið greiði

Bæjarráð Siglufjarðar hefur miklar áhyggjur af því hversu hægt gengur að færa skíðalyftu í Skarðsdal. Skíðasvæðið er að hluta til á snjóflóðahættusvæði, og hefur verið á undanþágu síðustu ár. Bæjaryfirvöld vilja að ríkið taki þátt í að greiða fyrir framkvæmdirnar.“ Þetta segir á Ruv.is.

Og áfram:

„Miklar framkvæmdir hafa verið í Skarðsdal, á skíðasvæði Siglufjarðar, frá því í fyrrasumar. Leggja þarf nýjan veg að skíðasvæðinu og færa það ofar. Hluti skíðasvæðisins er skilgreindur sem snjóflóðahættusvæði C. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir að verkið hafi gengið hægt og vill að ríkið komi sterkar inn.

„Það er ekki komið samkomulag við ríkið um hver á að borga. Því að þetta var stjórnvaldsákvörðun ríkisins á sínum tíma og við teljum að það eigi að greiða þessa færslu. En það er ekkert komið út úr því ennþá. Við gætum átt á hættu að vera sett upp að vegg en þeir vita að við erum að reyna að leysa málið með því að færa aðstöðuna ofar og lyfturnar.“

Hafsteinn Pálsson starfsmaður Ofanflóðasjóðs segir í samtali við fréttastofu að fjallað verði um þetta mál á næsta fundi ofanflóðanefndar. Að öllu óbreyttu verður rekstur skíðasvæðisins því áfram á undanþágu.“

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Ruv.is / Sigurður Ægisson | [email protected]