Vilja töfrateppið upp sem fyrst


Í gær komu þrjár konur á besta aldri færandi hendi til Önnu Marie Jónsdóttur, sem ásamt fjölskyldu sinni hefur undanfarin ár verið að safna fyrir Töfrateppi á skíðasvæðið í Skarðsdal, en þar er um að ræða færiband fyrir byrjendur á skíðum og er slíkar græjur að finna núorðið á flestum skíðasvæðum á Íslandi og þykja ómissandi. Umræddar konur voru fulltrúar árgangs 1954 og afhentu Önnu Marie þarna veglega peningagjöf, í von um að það mætti flýta fyrir því að af kaupum á þessu nauðsynlega hjálpartæki yrði.

Eru hér með aðrir árgangar, sem og vinnustaðir, hvattir til að skoða, hvort ekki megi láta eitthvert fé af hendi rakna til þessa góða málefnis, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa nú þegar gert það.

Ljósmyndin hér fyrir ofan var tekin í lok afhendingar. Sú fyrir neðan er aðsend, frá nýafstöðnu árgangsmóti á Siglufirði.

Sjá líka hér, hér, hér og hér.

Árgangur 1954.

Árgangur 1954.

Forsíðumynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Hópmynd: Aðsend.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]