Vilja auka öryggi skólarútunnar í Fjallabyggð


„Frístunda- og fræðslunefnd Fjallabyggðar leggur til að farið verði eftir deiliskipulagi frá 13. maí 2013 um skipulag við nýbyggingu grunnskólans við Norðurgötu. Samvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir því að útbúið verði svo kallað sleppisvæði fyrir skólarútuna við Vetrarbraut á Siglufirði sem er fyrir aftan skólalóðina. Jafnframt hefur nefndin beint því til bæjarráðs Fjallabyggðar að öryggi farþega skólarútunnar verði aukið með því að fylgdarmaður í rútunni fari út með börnunum á stoppistöðvum og stöðvi umferð meðan þau fara yfir götuna. Eða að það verði sett upp umferðarljós við stoppistöðvar skólarútunnar í Fjallabyggð, og yrðu það fyrstu umferðarljósin í sveitarfélaginu.“ Héðinsfjörður.is greinir frá.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is