Viðburðum dagsins aflýst


Í dag kl. 16.00 átti að tendra ljós á jólatrénu á Ráðhússtorgi á Siglufirði en því hefur nú verið frestað vegna mikillar ofankomu í bænum og óhagstæðrar veðurspár. Ný tímasetning verður gefin út á morgun á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig hefur aðventuhátíð sem vera átti í kvöld í Siglufjarðarkirkju verið blásin af.

Meðfylgjandi ljósmynd hér fyrir ofan var tekin kl. 14.18, þegar verið var að hreinsa Túngötuna.

Og eins og sést á kortinu hér fyrir neðan er vegurinn lokaður beggja vegna Fjallabyggðar. Það er vegna snjóflóða og snjóflóðahættu, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Sjá líka frétt á RÚV.is og Vísi.is.

Veðurspáin er þessi: Norðan- og norðvestanátt með snjókomu eða éljum og skafrenningi, 10-18 m/s, hvassast við norðurströndina og úrkomumest í kringum Tröllaskaga.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is