Viðar Jóhannsson: Lyftingar hjá K.S.


Er drengur nokkur á Siglufirði var 4 ára, fór hann suður með móður sinni og hitti Hauk Kristjánsson, lækni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fór vel á með þeim. Þeir fóru í sjómann til að athuga afl drengsins í handleggjum. Taldi Haukur ráðlegt að hefja sundkennslu hið fyrsta, þar sem drengur greindist þarna með afl í handleggjum á við sjö ára pilt. Drengur var flugsyndur 4 ára.

Þegar þessi drengur var 10 ára, var foreldrum hans boðið, að smíðað væri á hann stoðtæki. Það skyldi hafa liðamót um ökklann og stillanlegt hné. Þá þurfti hann að vera til taks til mátunar á nýsmíðina fyrir sunnan og vera frá skóla í um hálfs árs skeið. Eftir að drengur kom heim með þennan búnað, gat hann gengið óstuddur í fyrsta skipti, í barnaskólann á Siglufirði.

Stuttu síðar átti drengur pantaðan tíma hjá nýjum héraðslækni á Siglufirði, er Sigurður Sigurðsson hét. Bar drengurinn sig illa. Sigurður læknir spurði hvort hann væri drengurinn, sem starfsfólk Sjúkrahússins á Siglufirði talaði svo mikið um. Sá væri hættur að skríða í skólann á fjórum fótum með haldið á skólatöskunni í munnvikinu, áður en götur bæjarins væru full mokaðar, og gengi nú með nýjasta tæknibúnað og vísindi á Íslandi og virtist nær alveg óhaltur. Drengurinn svaraði játandi, að það væri hann. „Þú ert með slæma vöðvarýrnun í handleggjum og bólgur í baki sökum þess, að þú ert hættur að reyna á handleggina, eins og forðum. Skaltu nú hvíla þig heima við, á nýja stoðtækinu, daglangt, hafa það svo minnkandi til þjálfunar á að ganga, svo þarft þú að fara að æfa lyftingar, svo sem niður á bryggju eða einhversstaðar, til að halda vöðvunum í handleggjunum mjög vel við. Minnka svo æfingarnar á nokkrum árum, með eða án afskipta íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Því að þeir hafa sko alls alls ekkert vit á gildi íþrótta fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða, væni minn.”

Þarna vitnaði Sigurður Sigurðsson læknir í grein í læknablaði þá nýverið eftir taugalækni í Þýskalandi að nafni sir Ludwig Guttman, er hafði notað íþróttaiðkun fyrstur manna eitthvað að ráði í Evrópu við endurhæfingu hreyfihamlaðra og bæklaðra til að koma á fót keppnum á milli sjúkrahúsa erlendis. Drengur kvaðst koma bara við á bryggjunni á bakaleiðinni heim, byrja strax að æfa. Þakkaði svo Sigurði lækni góð ráð, og kvaddi svo Sigurð sáttur.

Nokkrum árum síðar, er drengur var nær hættur að æfa lyftingar á bryggjunum eða lyfta ryðguðu drasli frá síldarárunum á Sigló eða kasta gollum niðri í fjöru við Shellportið eða í króknum, var hringt í hann að sunnan og spurt hvort hann vildi keppa fyrir Reykjavík eða Akureyri, á Íslandsmóti fatlaðra í lyftingum, hjá Íþróttasambandi Íslands, sem fram færi í beinni útsendingu í Sjónvarpssal. En þeir voru ný byrjaðir að æfa af kappi, þarna fyrir sunnan. Drengurinn sló til.
Íþróttasamband Íslands, það er að segja Í.S.Í., hafði sett á laggirnar vegna samþykktar á þingi sínu kynningarnefnd um trimm átak, ásamt kynningar- og fræðslustjóra embætti, sem hafði svo kosið mann áfram, í Alfanefnd um að stofna Íþróttasamband fyrir fatlaða íþróttamenn á Íslandi, ef næg þátttaka fengist, sem endurhæfingarúrræði og félagslegur vettvangur, svo sem að læknisráði, til að vinna bug á stoðtækja- og hjálpartækjanotkun. Nefndin og Í.S.Í. hefði svo veg og vanda af þessu mótunarstarfi í íþróttum fatlaðra.
Alfanefndinni um íþróttir fatlaðra voru kosnir:

 • Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri útbreiðslu- og fræðslusviðs Íþróttasambands Íslands, er var oddviti.
 • Guðmundur Löve frá Öryrkjabandalagi Íslands.
 • Trausti Sigurlaugsson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.
Á þessu fyrsta Íslandsmóti í sjónvarpsal var kosið í mótsstjórn. Það var gert á loka undirbúningsfundi með öllum keppendum, fararstjórum og fylgdarliði, til að allir vissu hvernig málin gengu fyrir sig.

Kosning fór þannig:

 • Sigurður Magnússon hjá Í.S.Í. var kosinn formaður.
 • Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sjónvarps, tilnefndur af drengnum í K.S.
 • Haukur Þórðarson yfirlæknir á Reykjalundi, er var svo jafnframt læknir mótsins.
Dómgæsla skyldi vera hjá Lyftingasambandi Íslands. Leikreglum frá Lyftingasambandi Íslands, með viðbæti um málefni fatlaðra. Viðbætir var tvíþættur. Hið fyrra var, að það mátti skorða keppanda með belti á bekk eða halda við hann. Hið seinna var, að það var keppt í tveimur hópum eftir þyngd keppenda, jafn margir voru í hvorum hóp, skipt eftir vigtun, er átti sér stað fyrir móthald í hvert skipti. Fyrstu árin voru veitt verlaun fyrir hópárangur.
Á öðru móti í sjónvarpssal var farið eins að. Voru mun fleiri keppendur, en viti menn, sama tala kom upp, það er 65 kg.
Rétt áður en fyrsta mótið hófst, biður mótstjórnin og dómarar drenginn um að keppa fyrir sína heimabyggð, það er Siglufjörð. Þetta var gert til að tryggja það, að skráð félög á mótinu væri þrjú að tölu í þetta skipti og framvegis. Alfanefndin í íþróttum gæti svo í framhaldinu haldið áfram sínu útbreiðslu- og fræðslustarfi, að stofna Íþróttasamband fyrir fatlaða á Íslandi hið allra fyrsta. Skyldi Íþróttabandalag Siglufjarðar fara með málefni fatlaðs keppanda frá Siglufirði. Drengurinn sló til.
Sérstakar þakkir fá eftirfarandi, frá Viðari Jóhannssyni K.S.:

 • Steingrímur Garðarsson, fyrir öryggisgrind og lyftingastöng.
 • Páll Jónsson yfirsmiður S.R., fyrir lyftingabekk.
 • Eggert Theodórsson lagerstjóri S.R., Sigurður Elefsen verkstæðisformaður S.R. og Ólafur Þór Haraldsson Ketilstöð S.R. fyrir gömul varatannhjól, afskurð af plötum innan úr flönsum, gamla 3 tommu krana; allt þetta var svo notað sem lóð á stöngina á lyftingaæfingum.
 • Markús Kristinsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði.
 • Síldarverksmiðjur Ríkisins Siglufirði, fyrir húsaskjól og fleira.
 • María Jóhannsdóttir sundþjálfari K.S.
 • Freyr Sigurðsson og Bjarni Þorgeirsson; nefndar- og stjórnunarstörf.
 • Viktor Þorkelsson, verslunarstjóri Rafbæ;  búningar og styrkir.
 • Guðmundur Árnason og Regína Guðlaugsdóttir; námskeið í íþróttum fatlaðra og íþróttaráðgjöf.
 • Sjálfsbjörg Siglufirði. Formaður Valey Jónasdóttir. Námskeið í Golfárið árið 1970, námskeið í íþróttum fatlaðra árið 1981 og styrkir og fleira.
 • Magnús B. Einarsson, læknir á Reykjalundi. Fyrstu stjórn Íþróttasamband fatlaðra.
 • Haukur Þórðarson og Sveinn Már, læknar á Reykjalundi.
 • Elías Í. Elíasson, sýslumaður á Siglufirði og þá formaður Sýslumannafélag Íslands, fyrir undanþágur og ráðgjöf við gerð löggjafar.
 • Runólfur Birgisson, Íþróttabandalagi Siglufjarðar.
 • Kristján L. Möller. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Siglufjarðarkaupstaðar.
 • Hjónin Gísli Kjartansson lögfræðingur og Edda Jónsdóttir, ásamt Páli Þórðarsyni og Ölmu Guðbrandsdóttur fyrir gistingu.
 • Kristján Jóhannsson, kennari Fjallabyggð; skipuleggjandi og fararstjórn.
Viðar Jóhannsson varð Íslandsmeistari í lyftingum fatlaðra í 67,5 kg flokki árið 1977. Jafnframt fyrstur manna að vera stigahæstur Íslendinga í íþróttum fatlaðra, er var þá innan Í.S.Í. Hann endurheimti svo titlana 14 mánuðum síðar fyrir Knattspyrnufélag Siglufjarðar, árið 1979, í beinni útsendingu í sjónvarpsal. Keppti svo á Norðurlandamóti er haldið var á Íslandi á þessum árum.
Stundum má ekki segja sannleikann, svo sem að Alfanefnd í íþróttum fatlaðra vissi að drengur var í fyrstu Alfanefnd á Íslandi. Hafði hún alfarið lokið störfum, við að semja fyrstu lög um málefni fatlaðra. Þau lög voru lögð fram árið 1973 og tóku gildi ári síðar. Það er þess vegna að þeir fara þess á leit, að drengur sé beðinn um að keppa fyrir K.S. sem var þá eina og fyrsta félagið á mótinu fatlaðra sem er innan Í.S.Í.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hafði nefnilega haldið neyðarfund í einum grænum hvelli vegna erindis frá Félagsmálaráðuneyti um að tilnefna í nefnd. Í nefndinni skyldu vera tveir fulltrúar frá þremur ráðuneytum: Heilbrigðisráðuneyti, Menntamálaráðuneyti og Félagsmálaráðuneyti. Skyldi Sjálfsbjörg kjósa einn mann og 1-2 varamenn. Kosning fór með mjög litlum mun þannig:
 • Jóhann Pétur Sveinson, lögfræðingur og formaður Sjálfsbjargar l.f.;
 • Viðar Jóhannsson, Sjálfsbjörg Siglufirði;
 • Ólöf Ríkharðsdóttir félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar, er svo fullkláraði verkið, er Viðar og Jóhann byrjuðu þarna á.

Meðal nýmæla í lögunum um málefni fatlaðra var eftirfarandi:

 • Skýrt er kveðið á um að sambýli fatlaðra skuli vera í íbúðabyggð.
 • Réttur fatlaðra til almennrar þjónustu er áréttaður.
 • Geðfatlaðir falla nú óumdeilanlega undir lög um þjónustu við fatlaða.
 • Kveðið er á um aðstoð við fatlaða á almennum vinnumarkaði.
 • Sveitarfélög eiga að sjá um meira af þeirri þjónustu sem þau eru fær um að sinna, svo sem ferðaþjónustu.
 • Skilið er á milli þess yfirvalds sem sér um framkvæmd laganna og rekstur stofnana og þess sem hefur eftirlit með þeim þáttum á hverju svæði fyrir sig.
 • Réttindagæslu fyrir fatlaða verður komið á fót í hverju kjördæmi.
 • Hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra er aukið og almennar stofnanir geta nú sótt þangað fé til að bæta aðgengi fatlaðra.
 • Gert er ráð fyrir að skipta megi starfssvæðum í þjónustusvæði sem miðast við einstök sveitarfélög, héraðsnefndir eða byggðasamlög.
Í framhaldi af þessu öllu saman var Íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum stofnað á fundi í Reykjavík árið 1976  og var Sigurður Magnússon, Í.S.Í., kjörinn fyrsti formaður þess.
Íþróttasamband fatlaðra á Íslandi var svo loksins stofnað árið 1979 og var Sigurður Magnússon Í.S.Í. af sjálfsögðu kosinn fyrsti formaður þess, og gegndi því starfi fyrstu fimm árin.
Átið 1979 lentu drengur og Sigurður Magnússon í smá rimmu. Sigurður bað drenginn að koma og horfa á Norðurlandamót í lyftingum og svo þurfti að skrifa undir skjal fyrir hönd Í.B.S. til að unnt væri að stofna Íþróttasamband fyrir fatlaða á Íslandi. Drengur neitaði að mæta.
Sigurður greindi þá frá því að það hafi verið pantað við hann símtal á símstöðinni á Siglufirði en ekki náðst á honum í tæka tíð til að þiggja boð um að vera í landsliðinu sem keppti á þessu móti. Drengur skrifaði svo undir stofnskjalið með fyrirvara um að þetta yrði að kostnaðarlausu fyrir Í.B.S. Runólfur Birgisson fékk svo staðfestingu á gjörningi drengs hjá bandalaginu og tilkynti svo Í.S.Í. um afstöðu þeirra í málinu.
Svo mikið var að gera hjá Sigurði Magnússon á þessum árum, að hann er færður til í starfi, gerður að aðalframkvæmdastjóra Íþróttasambandsins. Honum til aðstoðar innan Í.S.Í. varðandi íþróttir fatlaðra er þá ráðinn Markús Einarsson íþróttakennari. Markús Einarsson starfaði síðar hjá Íþróttasambandi fatlaðra á árunum 1982–1990.
Drengurinn og Markús voru ekki alltaf sammála. Vildi drengur að nafn á sérsamband fyrir fatlaðra íþróttamenn bæri nafn sem endaði á orðinu Íslands, samanber markmið laga um málefni fatlaðra, þar sem Sameinuðu þjóðirnar legðu áherslu á að hafa málefni almenns eðlis, og sem flesta fatlaða í félögum og alla fatlaða á vinnumarkaði í stéttarfélögum sem fylgdust svo með réttindum og ynnu í kjaramálum þess. Í yfirlýsingu S.Þ. um réttindi fatlaðra sagði m.a.:
„Orðið fatlaður á við hvern þann mann sem ófær er um, að einhverju eða öllu leyti, að tryggja sér sjálfur nauðsynjar eðlilegs einstaklings og/eða félagslegs lífs, vegna einhvers ágalla, meðfædds eða ekki, á andlegum eða líkamlegum hæfileikum sínum.”

Drengur telur hinsvegar að upphaflega þýðing hafi átt að vera:

„Orðið fatlaður á við hvern þann mann sem á erfitt með að spyrna sér áfram, að einhverju eða öllu leyti, við að tryggja sér sjálfur nauðsynjar eðlilegs einstaklings og/eða félagslegs lífs, vegna einhvers ágalla, svo sem meðfædds eða ekki, á andlegum eða líkamlegum hæfileikum sínum.”
Vildi drengurinn þess vegna, að sambandið tæki mið af málfari á Siglufirði, þar sem mikið væri talað um Skíðasamband Íslands og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, með Íslandsmót á skíðum næstum fjórða hvert ár, Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnufélag Siglufjarðar, með norðurlandsmót í knattspyrnu. Það til dæmis kæmi til greina nafnið Fjölflokkasamband Íslands, skammstafað F.F.S.Í. Mun drengur ekki linna látum, fyrr en hans túlkun á málefnum fatlaðra varðandi íþróttir verða ofan á.
Sigurður Magnússon var sannkallaður faðir íþrótta fatlaðra á Íslandi. Við drengirnir í lyftingum fatlaðra á þessum árum töluðum um Sigurð Magnússon alltaf hreint okkar á milli sem pabba.
Núverandi framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins er hinsvegar Líney Rut og er Halldórsdóttir. Líney var stundum aðstoðarmaður Viðars Jóhannssonar K.S. á Hængsmótum á Akureyri hér áður fyrr, er hann var að reyna að jafna eða setja ný Íslandsmet. Það var gert með milligöngu Magnúsar Ólafssonar, er vann ötullega að kynningarmálum og fræðslu um gildi á hreyfingu og íþrótta á Norðurlandi.
Magnús Ólafsson kom með hóp íþróttafólks á Siglufjörð, þar sem kynnt voru bogfimi, blak og aðrar greinar, er þá voru nýjungar í röðum fatlaðra á Íslandi.
Á öðru íþróttamóti í sjónvarpsal mættu Akureyringar tvíefldir til leiks með kynningarefni, svo sem borðtennis, og báðu dreng að stytta sinn keppnistíma til að koma efninu mun betur að. Gerði drengur sitt besta fyrir þá í þeim efnum.
Tryggingaráð vildi um þetta leyti bæta við ákvæðum varðandi atvinumöguleika öryrkja í lögum um Almannatryggingar. Eftir að drengur hafði farið í greiningu, er hann var við lyftingar æfingar á Reykjalundi, varð hann fyrir valinu. Kannski að trimm bröltið í drengnum hafi skilað sér í einhverjum afköstum, varðandi útselda vinnu á vinnumarkaði, á meðan hann var við námi í vélstjórn og síðar vélvirkjun á Siglufirði.
Það má með sanni segja að drengurinn hafði 10 ára forskot frá samtali við Sigurð lækni á Siglufirði, er vitnaði þá í blaðagrein í læknablaði eftir sir Ludwig Guttman árið 1965 á aðra keppendur, er mótshald hófst í lyftingum fatlaðra hérlendis árið 1977. Drengurinn í K.S. var öll þessi ár lang lang stigahæstur allra íþróttamanna, í íþróttum fatlaðra á Íslandi.

Hann þakkar hér með Siglfirðingum nær og fjær fyrir sig.

Viðar Jóhannsson, vélfræðingur, frá J&E vélaverkstæði Siglufirði.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]