Víða er Siglfirðinga að finna


?Siglfirðingar koma víða við. Í
gærkveldi var yndisleg upplifun að sjá Gurru hans Hauks á Kambi spila og
syngja í hinum frábæra þætti, Skavlan. Hann er gríðarlega vinsæll hér í
Svíþjóð og Noregi.?

Þannig hljóðar kveðja til Siglfirðings.is frá
Baldri Guðnasyni, sem er búsettur ytra. Og hann sendir vefslóðina líka,
til að fleiri mættu njóta. Guðrún Hauksdóttir er þar með fjórum vinkonum sínum, m.a. Ninu Persson úr þeirri frægu hljómsveit, Cardigans. Atriði þeirra byrjar þegar 41 mínúta og 47 sekúndur eru liðnar.

Þetta mun vera kynning á nýrri mynd sem tengist Dolly Parton, og flytja þær eitt kunnasta lag hennar, Jolene, og gera það einstaklega vel.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Guðrún Hauksdóttir.


Vinkonurnar fimm.

Myndir: Úr umræddum sjóvarpsþætti.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is