Við unnum!


Siglfirðingafélagið sigraði Norðfirðingafélagið 10 – 5 í áttaliðaúrslitum í gærkvöldi og keppir því í 4ja liða úrslitum í Spurningakeppni átthagafélaganna næstkomandi fimmtudag, 13. mars.

Eftir spennandi keppni á áttaliðaúrslitum er ljóst að það verða eingöngu norðlensk lið og Vestmannaeyingar sem keppa í 4ja liða úrslitunum en það eru Siglfirðingar, Húnvetningar, Svarfdælir/Dalvíkingar og Vestmannaeyingar.
Það verður grannaslagur hjá Siglfirðingum næst því þeir dróust á móti Svarfdælum/Dalvíkingum.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is