Vetrarríki


Það hefur fennt töluvert í Siglufirði að undanförnu og í nótt bættist nokkuð við það sem fyrir var á jörðu. Það sem af er degi hefur verið éljagangur, snjóruðningstæki unnið á fullu að hreinsun gatna og bæjarbúar verið með skóflur á lofti.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: ?Norðan 10-15 og snjókoma, en 8-13 og él eftir hádegi. Hægari á morgun og úrkomuminna. Frost 5 til 13 stig, kaldast inn til landsins.? Og fyrir Norðurland eystra: ?Norðan 10-15 og snjókoma fram að hádegi, en síðan norðvestan 8-13 og él. Frost 5 til 14 stig, kaldast í innsveitum.?

Hér eru svipmyndir frá því í morgun.

Myndir: Sigurður Ægisson | [email protected].

Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]