Vetrarmein

Á Facebook-síðu Ragnars Jónassonar rithöfundar segir: „Ari Þór snýr aftur fyrir jólin í nýrri bók í Siglufjarðarseríunni. Að þessu sinni kemur bókin, Vetrarmein, hins vegar fyrst út á frönsku, þar sem hún kallast Sigló. Íslenska útgáfan er væntanleg í október, og í desember kemur hún svo út í Bretlandi og Bandaríkjunum, undir heitinu Winterkill.“

Lee Child, einhver virtasti spennusagnahöfundur nútímans, og m.a. skapari Jack Reacher, gefur þessu verki Ragnars hæstu einkunn, eins og lesa má á bókarkápu ensku útgáfunnar.

Myndir: Aðsendar.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]