Vetrarfuglatalning


Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið í gangi undanfarna daga um land allt. Hún hefur verið við lýði síðan um jólaleytið 1952. Þetta mun vera ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra tegunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka að jafnaði þátt.

Í Siglufirði var talið í gær, á Þrettándanum, frá kl. 11.30 til 14.30.

Um var að ræða tvö svæði, annars vegar frá Máná að Öldubrjót og svo frá Öldubrjót að Ráeyri.

Á fyrrnefnda svæðinu sáust alls 16 fuglategundir: auðnutittlingur, dílaskarfur, hávella, hrafn, hvítmáfur, lómur, mandarínönd, silfurmáfur, skógarþröstur, stari, stokkönd, straumönd, svartbakur, svartþröstur, toppönd og æðarfugl. Alls voru þetta 386 fuglar.

Frá Öldubrjót að Ráeyri sáust 12 tegundir: bjartmáfur, dílaskarfur, fálki, hávella, hrafn, hvítmáfur, silfurmáfur, stokkönd, svartbakur, teista, toppönd og æðarfugl. Alls 257.

Húsdúfa er ekki talin með.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]