Vetrarfrí Siglufjarðarkirkju

Ekkert barnastarf verður í Siglufjarðarkirkju á morgun. Vetrarfrí er í Grunnskóla Fjallabyggðar og starfsfólk barnastarfs kirkjunnar tekur sér frí á sama tíma eins og það hefur gert mörg undanfarin ár.

Reyndar verður enginn kirkjuskóli 25. nóvember heldur, því kl. 14.00 þann dag er dægurlagamessa, í tilefni 50 ára afmælis Systrafélags Siglufjarðarkirkju, og búið verður að dúka borð í safnaðarheimilinu löngu áður, auk þess sem æfingar tónlistarfólks verða niðri í kirkju þá um morguninn.

Ákveðið hefur verið að bæta einum kirkjuskólatíma við í staðinn, 16. desember.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.