Vetrardagskrá Siglufjarðarkirkju


Nú er vetrarstarf Siglufjarðarkirkju að fara af stað. Það hefst með ljósamessu á sunnudag kl. 17.00. Hún verður nánar auglýst á laugardag. Barnastarfið hefst 6. október. Athygli skal vakin á, að um tvo fermingardaga verður að ræða næsta vor, annars vegar skírdag (9. apríl) og hins vegar hvítasunnudag (31. maí). Annað er nokkuð hefðbundið. Hér má nálgast dagskrána. Forsíðumynd hennar er líkt og í fyrra og hittifyrra ein af myndum Ragnars Páls Einarssonar og notuð með góðfúslegu leyfi hans.

Mynd: Ragnar Páll Einarsson.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Uppsetning dagskrár: Matthías Ægisson.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]