Vetraráætlun Strætó


Vetraráætlun Strætó á Norður- og Norðausturlandi.

Þann 30. ágúst 2015 mun ný vetraráætlun taka gildi á Norður- og Norðausturlandi.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Leið 56
• Ekur eina ferð á dag milli Akureyrar og Egilsstaða mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga.
• Biðstöðin á Egilsstöðum við Miðvang verður lögð af og ný biðstöð tekin í notkun við Kaupvang 17 sem mun heita „Egilsstaðir / Tjaldsvæðið“. Leið 56 mun því leggja 1 mínútu fyrr af stað frá Egilsstöðum á leið til Akureyrar og koma 1 mínútu seinna til Egilsstaða á leið frá Akureyri.

Leið 78
• Leggur af stað kl. 14:02 í stað 10:30 frá Siglufirði á sunnudögum.

Leið 79
• Leggur af stað kl. 13:35 í stað 10:30 frá Húsavík á virkum dögum.

 

Vetraráætlun Strætó á Vestur- og Norðurlandi.

Þann 13. september 2015 mun ný vetraráætlun taka gildi á Vestur- og Norðurlandi.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Leið 57
• Keyrir tvær ferðir til og frá Akureyri alla daga nema laugardaga, þá er ekin ein ferð.
• Fyrsta ferð frá Borgarnesi til Akraness kl. 5:52 dettur út en vagninn mun þó áfram fara frá Akranesi í Mjódd kl. 06:25.

Leið 58
• Keyrir ekki á þriðjudögum og fimmtudögum.
• Ferð á laugardögum dettur út en í staðinn bætist við ferð á miðvikudagsmorgnum þannig að eknar verða tvær ferðir á dag alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Leið 81
• Keyrir einungis mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga eins og í sumar.

Leið 82
• Keyrir ekki á þriðjudögum og fimmtudögum.
• Ferð á laugardögum dettur út en í staðinn bætist við ferð á miðvikudagsmorgnum þannig að eknar verða tvær ferðir á dag alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

 

Nánari upplýsingar á strætó.is og í síma 540 2700.

 

Mynd: Úr safni.
Texti: Aðsendur.

image_print

Tagged:


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is