Verið að gera klárt fyrir sumarið


Hálfdán Sveinsson á litla, fallega trillu, sem smíðuð var í Hafnarfirði
árið 1974 og í framhaldinu gerð út til dagróðra. Hann keypti hana fyrir
þremur árum, hefur hana uppi á vetrum en er þessa dagana að gera klárt
fyrir sumarið, enda veit hann að sögn fátt notalegra en að skreppa út á
fjörð í stillum á kvöldin og draga að sér hreint og frískandi
sjávarloftið og ekki verra ef nokkrir þorskar bíta á öngla í túrnum.

Hálfdán Sveinsson við glæsifley sitt í gær.

Þeir eru ekki margir eftir af þessari gerð bátarnir á Íslandi, löðrandi af karakter.

Mynd: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is