Vepja í snöggri heimsókn


Vepjan á myndinni hér fyrir ofan heimsótti Siglufjörð ekki alls fyrir löngu, var hér í nokkra daga en hélt svo á braut. Um tegundina segir á heimasíðu Náttúrufræðistofu Kópavogs: „Vepjur eru flækingar á Íslandi og koma hingað ár hvert. Þær eru mjög algengar um alla Evrópu og austur eftir Asíu. Varp vepja hefur verið staðfest í 15 skipti á landinu, en líklega er hér fullkalt fyrir þær. Vetrarhörkur þóttu vísar ef sást til vepja og hafa fuglarnir einnig gegnt heitinu ísakrákur. Alfriðuð.“ Önnur tvö alþýðuheiti fuglsins eru jöklakráka og toppvepja.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is