Velkomin


Siglfirðingurinn góði, Jón Friðrik Sigurðsson, sem lengi hefur verið búsettur
eystra, nánar tiltekið á Djúpavogi, er flinkur í höndunum. Fyrir nokkrum
árum lenti hann í alvarlegu slysi og varð í kjölfarið að hætta allri
erfiðisvinnu. Fór hann þá að dunda sér við eitt og annað – slípa
fagursteina, gera tölur úr hreindýrahornum, skera út o.s.frv. – og hefur
selt afurðirnar í bílskúrnum hjá sér í Hammersminni 10.

Skilti sem hann útbjó vísaði ferðamönnum á staðinn.

Nýlega fékk hann svo þá snjöllu hugmynd að bjóða gestina þar velkomna á ýmsum tungumálum, enda koma þeir úr öllum áttum, og afraksturinn er tvær súlur með þeirri heilsan.

Flottastur.

Jón Friðrik Sigurðsson við aðra rekaviðarsúluna.

Ekki amalegt að fá svona heilsan í bláókunnugu landi.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is