Vel heppnaðir tónleikar Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps


?Hér koma nokkrar myndir frá tónleikum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, sem voru haldnir í Siglufjarðarkirkju í gær, 12. mars. Þeir báru yfirskriftina ?Til gamans gert? og þemað var lífshlaup Björns Pálssonar frá Ytri Löngumýri.?

Svo ritar Sveinn Þorsteinsson fyrr í dag í ánægjulegu bréfi til Siglfirðings.is, sem hér með er þakkað fyrir.

Og áfram segir hann:

?Tvær konur – Ásgerður Pálsdóttir og Þorbjörg Bjarnadóttir – lásu upp frásagnir af Birni og svo söng kórinn lag sem tengdist því sem upp var lesið. Handritshöfundur þessa söngverkefnis var Jóhanna Helga Halldórsdóttir, stjórnandi kórsins Sveinn Árnason og um undirleik sá Elvar Ingi Jóhannsson ásamt hljómsveit. Svo í lok tónleikanna söng Karlakór Siglufjarðar þrjú lög með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Þetta voru vel heppnaðir og sérlega skemmtilegir tónleikar.

Hér að neðan er linkur á minningargrein um Björn, þar sem sagt er frá lífshlaupi hans í stórum dráttum.?


Myndir: Í boði Sveins Þorsteinssonar | svennith@simnet.is

Texti: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is