Veist þú um málverk?


Arnar Herbertsson er Siglfirðingur sem býr syðra og hefur helgað líf sitt málaralistinni. Í vefritinu Hús og Hillbilly er nýlegt viðtal við Arnar sem vakið hefur athygli. Slóð á það, ásamt öðru, var birt hér á vefnum 12. janúar síðastliðinn. Unnið er að því að skrá þau málverk sem til eru eftir Arnar á Siglufirði. Mögulega er í undirbúningi bók með verkum hans. Þau sem eiga myndir eftir Arnar eru vinsamlegast  beðin um að hafa samband við undirritaðan.

Með fyrirfram þökkum,

Örlygur Kristfinnsson, s. 8631605 – orlygur@sild.is

Mynd: Ljósmynd af einu málverka Arnars Herbertssonar.
Texti: Örlygur Kristfinnsson | orlygur@sild.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is