Veglegt afmælisblað Siglfirðingafélagsins


Nú um helgina er að koma út nýtt tölublað af Fréttablaði Siglfirðingafélagsins, stærra en nokkru sinni fyrr, enda á félagið 50 ára afmæli 14. október næstkomandi, sama dag og þess verður minnst að 150 ár eru síðan séra Bjarni Þorsteinsson fæddist. Blaðið er 84 síður, allt í lit. Ritstjóri þessa blaðs er Gunnar Trausti Guðbjörnsson en Jóna Hilmarsdóttir sá um uppsetninguna. Fjögurra manna ritnefnd hefur unnið með Gunnari að blaðinu síðustu mánuðina, en það eru þau Jóna Möller, Jónas Ragnarsson, Kjartan Stefánsson og Leó R. Ólason.

Í blaðinu er farið yfir sögu Siglfirðingafélagsins, rætt við fyrrverandi formenn þess og birt ávarp frá núverandi formanni, Rakel Björnsdóttur, sagt frá verslunum sem hafa verið við Aðalgötu og greint frá sögulegri sjóferð, svo fátt eitt sé talið. Síðast en ekki síst eru birtar hugleiðingar fjölmargra burtfluttra um það hvað sé svona merkilegt við það að vera Siglfirðingur. Yfirskrift þessara lýsinga er: ?Það er sama hvar Siglfirðingur sefur.?

Fréttablaði Siglfirðingafélagsins verður dreift til félagsmanna í Siglfirðingafélaginu og á öll heimili á Siglufirði. Þá mun það liggja frammi í Sparisjóðnum fljótlega eftir helgi.

Hægt er að skoða blaðið hér.

Svona lítur forsíðan út.

Mynd og texti: Frá Siglfirðingafélaginu.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is