Veður fer versnandi


Veður fer versnandi á Norðurlandi og er orðið ófært um Vatnsskarð og lokað á Þverárfjalli. Snjóþekja og hálka er annars mjög víða á Norðurlandi og éljagangur eða snjókoma. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á Ólafsfjarðarvegi fyrr í dag, en þá var mjög blint. Litlu síðar hætti að snjóa en tók að hvessa verulega. Þar er nú glæra svell.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is