Vatnsveður í Siglufirði

Vatnsveður í Siglufirði

Gríðarleg úrkoma hefur verið á Tröllaskaga undanfarna daga og eru vatnavextir í ám og lækjum. Dælubrunnar í Siglufirði hafa ekki haft undan meðan hásjávað er og hefur Slökkvilið Fjallabyggðar og bæjarstarfsmenn dælt úr brunnum með aukadælum.

Vatnsveður í Siglufirði

Hið minnsta tvær aurskriður hafa fallið sunnan Stóra Bola í nótt eða morgun og er aukin hætta á frekari skriðuföllum meðan enn rignir. Uppsöfnuð úrkoma síðasta sólarhring í Siglufirði er næstum 140mm samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

Vatnsveður í Siglufirði

Vatnsveður í Siglufirði

 

Myndir og texti: Ingvar Erlingsson

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]