Vatnsrennsli í Héðinsfjarðargöngum


?Víða í Héðinsfjarðargöngum kemur vatn upp úr veginum, en mikill og heyranlegur vatnsagi er í göngunum. Eftirlitsmenn hjá Vegagerðinni segja hætt við að vatnið valdi skemmdum á malbiki. Mikið vatn olli töluverðum vandræðum við gerð Héðinsfjarðarganga. Enn streymir vatn um og í kringum göngin og víða má sjá bleytu á veggjum og á veginum. 
Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni, segir að vatn streymi stöðugt inn í göngin en drenlagnir sjái hins vegar um að hleypa mest öllu vatni út,? mátti lesa á Rúv.is fyrr í dag.

Sjá upphaflegu fréttina hér.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar í göngunum seinnipartinn í dag.

Hér sést hvar vatnið þrýstir sér upp í gegnum malbikið á afmörkuðum kafla.

Þarna er vandinn bersýnilega meiri.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is