Varptími fugla er hafinn


„Sveitarfélagið Fjallabyggð vill vekja athygli á því að varp fugla er hafið og er þeim tilmælum beint til fólks að taka tillit til þess og vera ekki á ferð um varpsvæðin að óþörfu og alls ekki með hunda.“ Þetta segir í nýrri tilkynningu á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá nánar þar. Og hér.

Flugbrautin er í varplandi siglfirsku fuglanna, en algengt er að hundaeigendur séu þar á ferð með dýr sín og sleppi þeim jafnvel lausum. Slíkt er óheimilt þar og annars staðar á grænmerkta svæðinu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Kort: Fjallabyggð.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is