Varað við Formspring


?Í vikunni heimsóttu skólastjóri og deildarstjóri unglingastigs Árskóla á
Sauðárkróki nemendur í 8.?10. bekk og ræddu við þá og vöruðu við notkun
á samskiptavefnum Formspring. Á vef þessum geta
einstaklingar í skjóli nafnleyndar gert meiðandi athugasemdir og spurt
spurninga sem margar hverjar virðast snúast um klám, kynlífslýsingar og
einelti,? segir á Feykir.is í dag.

?Víða hefur verið varað við þessum samskiptavef, meðal annars af starfsfólki í grunnskólum, fulltrúum Heimilis og skóla og forvarnarfulltrúa Marita. Einnig hefur verið fjallað um vefinn í fjölmiðlum og er hann talinn töluvert notaður af unglingum í efri bekkjum grunnskóla.

Skólastjórnendur hafa fengið ábendingar um að nemendur skólans hafi orðið fyrir áreiti á umræddum vef og þótti rétt að ræða við nemendur og í framhaldinu upplýsa foreldra um vefinn. Foreldrar voru beðnir um að vera vakandi og fylgjast með netnotkun barna sinna.?

Sjá upphaflega færslu hér.

Þessi samskiptasíða er ekki óþekkt meðal efri bekkinga í Grunnskóla Fjallabyggðar,

frekar en annars staðar á Íslandi.

Mynd og texti: Feykir.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is