Var nær dauða en lífi


Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, veiktist hastarlega 27. september síðastliðinn, eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, og var í skyndi komið undir læknishendur. Aðgerð, sem hann þurfti nauðsynlega að fara í, gekk vonum framar. Hann er á góðum batavegi og hyggst koma aftur til starfa að endurhæfingu lokinni.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Gunnar. Þar var hann að vísu sagður bæjarstjóri í Fjarðarbyggð, sem vel að merkja er ekki til, heldur nefnist sveitarfélagið eystra Fjarðabyggð, en það er aukaatriði.

Sjá hér.

Mynd: Skjáskot úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is