Vaknaðu

Siglufjarðarkirkja

Á allra vörum“ er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem íslenska þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Hugmyndafræðin gengur út á að velja eitt málefni á ári – eitthvað sem þarfnast sérstakrar athygli og aðstoðar. Síðan er ákveðið fyrir hverju skal safna, en það verður að liggja skýrt fyrir áður en átakið hefst. „Á allra vörum“ hefur staðið fyrir árlegum átökum frá árinu 2008. Í gær, 1. september, var tilkynnt hvaða málefni yrði fyrir valinu þetta árið. Að þessu sinni er það tengt forvörnum og fræðslu vegna vímuefnaneyslu ungmenna.

Þjóðkirkjan hefur verið með í þessu lengi. Þátttaka hennar fól í sér að öllum kirkjuklukkum landsins var hringt inn á sama tíma í morgun, kl. 7.15.  Með þessu vildu þær hrinda úr vör átaki ársins undir heitinu VAKNAÐU, þar sem óvenjulegt er að kirkjuklukkunum sé hringt inn á þessum tíma.

Jón Andrjes Hinriksson stóð vaktina í Siglufjarðarkirkju.

Klukkurnar í turni Siglufjarðarkirkju.

Myndir: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]