Útsvar í kvöld: Fjallabyggð á móti Reykjanesbæ


Nú styttist óðum í Útsvar, fjölskylduvæna spurningaþáttinn í
ríkissjónvarpinu, þar sem sveitarfélög landsins etja kappi hvert við
annað, en hann er á dagskrá kl. 20.25 í kvöld. Þar munu eigast við
Fjallabyggð og Reykjanesbær. Í liði norðanmanna eru sem kunnugt er María
Bjarney Leifsdóttir úr
austurbænum og Ámundi Gunnarsson og Halldór Þormar Halldórsson úr
vesturbænum.

Siglfirðingur.is sendir þeim baráttukveðjur.

Þetta verður spennandi.

Lið Fjallabyggðar: María Bjarney, Ámundi og Halldór Þormar.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is