Útskriftarhópur leikskólans fræðist um safnaðarheimilið og lítur upp í turn


Eins og greint var frá hér 11. apríl síðastliðinn langaði útskriftarhóp leikskólans á
Siglufirði að fara í smá rannsóknarvinnu og eftir
tveggja daga umhugsun ákváðu börnin að gaman væri að kynnast sögu
Siglufjarðarkirkju í sem víðustum skilningi. Fyrri heimsóknin var
miðvikudaginn 9. apríl, þar sem fræðst var um kirkjuskipið niðri, og sú síðari
miðvikudaginn 23. apríl, þar sem fræðst var um safnaðarheimilið, fyrr og síðar, og að því búnu litið upp í turninn.

Flest barnanna mætt og til í slaginn.

Það er annars erfitt að láta mynda sig í svona mikilli sól eins og þarna var.

Addi rafvirki var sérstakur gestur barnanna þennan morguninn.

Hann var nefnilega í skóla á kirkjuloftinu í gamla daga og sagði börnunum frá þeim áhugaverðu tímum.

Sama.

Svo var það turninn, um 30 metra hár.

Prestur kominn upp og Sigrún á leiðinni og tvö fullorðin bíða niðri til aðstoðar, Vibekka og Kristján Sturlaugsson.

Fyrsta barnið á leið upp og spennan leynir sér ekki.

Og upp fóru þau eitt af öðru.

Svo var annar stigi upp á næsta pall og einn í viðbót beið þar fyrir ofan.

Þessi var lengstur.

Útsýnið var flott.

Eins og hér má sjá.

Gríðarstórar bjöllurnar vöktu þó meiri athygli.

Sama.

Svo var hjálpast að á niðurleiðinni líka og mikilli og vel heppnaðri ævintýraferð senn lokið.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is