Útlánaaukning á bókasafninu


„Bókasafnið í Fjallabyggð, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði hefur verið í mikilli sókn síðasta ár og hefur aðsókn að þeim og þá jafnframt útlán aukist töluvert. Í nýliðnum ágústmánuði voru útlán á Siglufirði 553 á móti 352 á árinu 2013. Þetta er aukning um 57%. Fyrstu átta mánuði ársins eru útlán orðin 4.129 á móti 3.093 á sama tíma á árinu 2013. Í Ólafsfirði er hlutfallsleg aukning töluvert meiri en á Siglufirði. Í ágústmánuði voru útlán 395 á móti 136 í ágústmánuði 2013 sem gerir 190% aukning útlána þegar þessir mánuðir eru bornir saman 2013 og 2015. Fyrstu átta mánuði ársins eru útlán í Ólafsfirði 2.907 á móti 1.766 fyrir sama tímabil á árinu 2013 sem er aukning upp á 64%.“ Þetta má lesa á heimasíðu Fjallabyggðar.

Án nokkurs vafa er þetta að langstærstum hluta, ef ekki eingöngu, að þakka Hrönn Hafþórsdóttur, sem tók við sem nýr forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar á vordögum í fyrra.

Glæsilegur árangur.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is