Útimessa kl. 11.00 í Skarðdalsskógi


Í dag, sunnudag 31. júlí, kl. 11.00, verður útimessa í Brúðkaupslundinum í Skarðdalsskógi, dýrlegum stað sem er svo nefndur eftir að Guðrún Hafdís Ágústsdóttir og Jacob Høst gengu þar í hjónaband 20. júlí 2002. Lundurinn er neðarlega í skóginum og er farið þangað eftir stíg sem liggur framhjá Skarðdalskoti.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Ólafsfirði prédikar og Brasílíumaðurinn Rodrigo J. Thomas leikur undir sálmana á gítar.

Meðfylgjandi ljósmyndir ættu að auðvelda þeim að rata sem hyggjast leggja leið sína inn eftir.

Gengið er inn í skóginn að norðanverðu og þaðan suður.


Þegar komið er að þessum stað er farið niður stíginn.

Leyningsáin til hægri.

Þarna er skilti.

Þar segir: Skarðdalskot.

Þar er gengið áfram, framhjá þessum minnisvarða, 50-100 metra, og beygt til vinstri.

Þá blasir lundurinn við.

Eitt tréð er merkt nafni hans.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is