Útimessa í Skarðdalsskógi


Á morgun, sunnudaginn 31. júlí, verður útimessa í gróinni tóft við Skógarhúsið í Skarðdalsskógi (ekki í Brúðkaupslundinum), við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar. Best er að koma inn í skóginn að norðanverðu. Athöfnin hefst kl. 11.00. Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat flytur hugleiðingu.

Systrafélag Siglufjarðarkirkju mun bjóða upp á kaffisopa og meðlæti eftir stundina.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is