Útimessa í fyrramálið


Á morgun, sunnudaginn 2. ágúst, verður útimessa við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar í Brúðkaupslundinum í Skarðdalsskógi, dýrlegum stað sem er svo nefndur eftir að Guðrún Hafdís Ágústsdóttir og Jacob Høst gengu þar í hjónaband 20. júlí 2002. Lundurinn er neðarlega í skóginum og er farið þangað eftir stíg sem liggur framhjá Skarðdalskoti. Ef komið er inn að norðanverðu er best að aka inn á plan og ganga svo þaðan í suðurátt, eins og verið sé að fara niður að Leyningsá, en beygja áður til vinstri hjá öðru plani sem þar er. Á skilti þar á að standa Skarðdalskot.

Athöfnin hefst kl. 11.00 og veðurspáin er frábær. Predikun flytur Anna Hulda Júlíusdóttir. Prestur verður Sigurður Ægisson.

brudkaupslundurinn

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is