Útimessa í fyrramálið við harmonikkuundirleik í nyrsta skógi á Íslandi


Á morgun, sunnudaginn 3. ágúst, verður útimessa við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar í Brúðkaupslundinum í Skarðdalsskógi, dýrlegum stað sem er svo nefndur eftir að Guðrún Hafdís Ágústsdóttir og Jacob Høst gengu þar í hjónaband 20. júlí 2002. Lundurinn er neðarlega í skóginum og er farið þangað eftir stíg sem liggur framhjá Skarðdalskoti. Athöfnin hefst kl. 11.00 og veðurspáin er frábær. Prestur verður Sigurður Ægisson.

Myndirnar hér fyrir neðan ættu að auðvelda þeim að rata sem hyggjast leggja leið sína inn eftir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is