Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði SPS


Í kvöld fór fram í Allanum úthlutun úr Menningarsjóði Sparisjóðs Siglufjarðar og var það í áttunda sinn núna frá upphafi þetta árið. Alls voru 18 styrkir veittir, samtals að upphæð 1.225.000 krónur.

Þau sem hlutu eru:

Siglfirðingur.is 

Hrönn Einarsdóttir 

Jóna Guðný Jónsdóttir

Fríða Gylfadóttir

Elías Þorvaldsson 

Gospelkór Fjallabyggðar

Siglufjarðarkirkja

Arnfinna Björnsdóttir

Vorboðakórinn

Heldri menn

Systrafélag Siglufjarðarkirkju

Sjálfsbjörg

Karlakór Siglufjarðar

Lára Stefánsdóttir

Síldarminjasafnið

Félag um Ljóðasetur Íslands

Leikfélag Siglufjarðar

Herhúsfélagið

Rekstur

Ljósmyndasýning

Steinaflatir

Frágangur á trefli

Útsetning á kórlögum

Námskeiðskostnaður

Barna- og æskulýðsstarf

Sýning á vinnustofu

Rekstrarstyrkur

Útgáfa á geisladiski

Endurbætur á safnaðarheimilinu

Rekstur

Rekstur

Ljósmyndasýning í Bátahúsinu

Bátasmíði

Veggspjöld

Uppsetning á leikriti

Endurbygging Gránufélagshússins

  50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
50.000

 
75.000

100.000

100.000

250.000

Að þessu loknu söng Karlakór Sigufjarðar nokkur lög, undir stjórn Guðrúnar Ingimundardóttur, og síðan var boðið upp á kaffiveitingar.

Létt var í fólki og andi góður með eindæmum og þetta hin besta stund í alla staði.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð hversu þýðingarmikið það er íbúum hér að eiga slíkan bakhjarl sem Menningarsjóður SPS er og vonandi verður í framtíðinni, til enn frekari eflingar og stuðnings góðum hlutum í heimabyggð.

Stjórn Menningarsjóðs SPS: Ólafur Jónsson, Bogi Sigurbjörnsson og Guðrún Árnadóttir,

en hin síðast nefnda fór á kostum, þyljandi vísur og önnur gamanmál.

Styrkþegarnir.

Horft yfir salinn að austanverðu.

Og í vestri.

Karlakór Siglufjarðar söng nokkur lög.

Og salurinn aftur.

Og enn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is