Útgáfutónleikar í Ólafsfjarðarkirkju


Tónleikar verða í Ólafsfjarðarkirkju á morgun, þriðjudaginn 29. desember, kl. 20.00. Jón Þorsteinsson, tenór, og Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, flytja jóla- og nýárssálma af nýútkomnum diski þeirra Inn er helgi hringd.

Tónleikarnir eru liður í 100 ára afmælishátíð Ólafsfjarðarkirkju.

Verum öll velkomin til kirkju.
Sóknarnefnd.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is